Leið IV

Frá 15. maí 2003 hefur ekki verið hægt að velja leið IV. Þeir sjóðfélagar sem völdu leið IV fyrir þann tíma geta þó haldið áfram að greiða til sjóðsins samkvæmt þeirri leið.

Útgreiðsla frjálsrar séreignar (2,17%) getur hafist við 60 ára aldur og er hún þá laus til útborgunar líkt og viðbótarlífeyrissparnaður. Greiðslur úr bundinni séreign (5,56%) getur hafist við 70 ára aldur. Greiðslur úr samtryggingu (3,27%) getur hafist við 85 ára aldur og tryggja ævilangan ellilífeyri, sem og rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris. Sjóðfélagi sem tekur alla séreign út við 60 ára aldur þarf að hafa í huga að útgreiðsla úr samtryggingu getur ekki hafist fyrr en við 85 ára aldur.