Innheimta

Ef greiðsla berst ekki fyrir innsendar skilagreinar eða launþegi hefur sent launaseðla vegna ógreiddra iðgjalda til lífeyrissjóðsins er bréf sent til launagreiðanda með upplýsingum um tímabil skuldar, ásamt höfuðstól og áföllnum vöxtum. Veittur er 10 daga frestur til að greiða iðgjald eða semja um greiðslu.

Ef greiðsla berst ekki og ekki er samið um greiðslu er skuldin send í lögfræðiinnheimtu, eigi síðar en 3 mánuðum frá eindaga.

RSK

Í október ár hvert móttekur Íslenski lífeyrissjóðurinn lista frá ríkisskattstjóra yfir vangoldin lögbundin lífeyrisiðgjöld vegna síðastliðins árs. Í þeim tilfellum sem skrá er send til Íslenska lífeyrissjóðsins hefur lögbundið iðgjald verið greitt til sjóðsins fyrir hluta af tímabilinu.

Bréf er sent til launagreiðanda með upplýsingum um tímabil skuldar, ásamt höfuðstól og áföllnum vöxtum.

Ef greiðsla berst ekki né um hana samið er skuldin send í lögfræðiinnheimtu.

Ríkisskattstjóri sendir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda fyrir þá aðila sem ekki hafa greitt í ákveðinn sjóð fyrir tímabilið. Hægt er að óska eftir því að Íslenski lífeyrissjóðurinn yfirtaki kröfuna af Söfnunarsjóðnum innan tiltekins tíma. Til að Íslenski lífeyrissjóðurinn samþykki að yfirtaka kröfu af Söfnunarsjóðinum þarf að greiða kröfuna.