Útgreiðsla

Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.

Halda má áfram að greiða viðbótarlífeyrissparnað eftir að úttekt hefst sem getur verið hagkvæmt vegna mótframlags launagreiðanda.

Frá og með 1. janúar 2009 hefur úttekt á séreignarsparnaði ekki áhrif á lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun.

Samningur um útgreiðslu

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er viðbótarlífeyrissparnaður laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Útgreiðsla vegna fráfalls

Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu við fráfall eftir reglum erfðalaga. Séreign er hjúskapareign og erfist að fullu skv. erfðalögum.


Skattlagning

Greiddur er almennur tekjuskattur af viðbótarlífeyrissparnaði við útgreiðslu, með sama hætti og af öðrum lífeyri. Þetta er vegna þess að framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar er frádráttarbært frá skatti.