Fréttir

3. september 2009

Aukaársfundir Íslíf - Ný útgáfa að tillögum fyrir samþykktir

21.09.2009 - Umsjónaraðili hefur ákveðið að breyta áður framlögðum drögum að samþykktum varðandi skipan í stjórn og leggur nú til að bankastjórn NBI hf. tilnefni einn stjórnarmann af fimm, svo og einn mann til vara.
Sjá nánar í nýjum tillögum að samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins

Íslenski lífeyrissjóðurinn boðar til aukaársfunda mánudaginn 28. september 2009 klukkan 17.00 og mánudaginn 19. október 2009 kl. 17.00 í sal A á Hilton Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Dagskrá fundarins 28. september:

  1. Skýrsla umsjónaraðila
  2. Breytingar á samþykktum
  3. Önnur mál

Á fundinum verða lagðar fram til afgreiðslu tillögur að breyttum samþykktum sjóðsins í samræmi við ályktun sem samþykkt var á ársfundi sjóðsins 20. maí síðastliðinn. Breytingarnar miða að því að auka sjálfstæði sjóðsins frá því sem nú er meðal annars með því:

  • að stjórn sjóðsins verði alfarið skipuð sjóðfélögum kjörnum á ársfundi.
  • að framkvæmdastjóri sjóðsins verði starfsmaður sjóðsins.
  • að greint verði á milli samtryggingardeildar og séreginadeildar í samþykktum sjóðsins.

Dagskrá fundarins 19. október:

Hlutverk aukaársfundar 19. október 2009 verður það eitt að kjósa nýja stjórn á grundvelli nýstaðfestra samþykkta sjóðsins og er það eina dagskrárefni fundarins.

Miðað við fyrirliggjandi tillögur til breytinga á samþykktum er gert ráð fyrir að fundurinn kjósi fimm fulltrúa í stjórn sjóðsins og tvo varamenn á grundvelli nýrra samþykkta. Þrír stjórnarmenn verði kosnir til tveggja ára og tveir stjórnarmenn til eins árs.  Annar varamaðurinn verði kosinn til tveggja ára og hinn varamaðurinn til eins árs.

Við hvetjum þig til þess að mæta á fundina og taka virkan þátt í að móta framtíð Íslenska lífeyrissjóðsins. Framboð til stjórnarkjörs óskast tilkynnt umsjónaraðila í síðasta lagi 9. október 2009.

Gildandi samþykktir Íslíf frá 20. maí 2009
Tillögur að nýjum samþykktum fyrir Íslíf
Greinargerð um tillögur að nýjum samþykktum Íslíf