Fréttir

24. maí 2012

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 29.maí 2012  kl. 17.00 í sal H&I á Hilton Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til tveggja árs.
Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. 

Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 29. maí 2012 eru eftirfarandi:

  • Jón Snorri Snorrason, lektor
  • Snorri Ómarsson, flugstjóri

Kynning á frambjóðendum

Jón Snorri Snorrason f. 1955

Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viðskipta- og hagfræðingur með framhaldsnám frá Bretlandi. Hann hefur starfað við stjórnunarstörf og kennslu frá 1984. Vann m.a. á fyrirtækjasviði Landsbankans, forstöðumaður verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar. 1995-2007 framkvæmdastjóri og forstjóri Ölgerðarinnar, B&L og Öryggismiðstöðvar Íslands. Hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hefur verið fulltrúi sjóðfélaga í stjórn Íslenska lífeyrissjóðins um árabil.

Snorri Ómarsson f.1971

Starfandi flugstjóri hjá Icelandair. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1991, BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.  Starfsmaður Icelandair frá 1998-2007 og aftur frá 2009.  Starfsmaður í greiningardeild Landsbanka Íslands frá 2007-2009.  Varamaður í stjórn Eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna frá 1999-2005.  Snorri hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá júni 2011.