Fréttir

13. október 2009

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn mánudaginn 19. október 2009 kl. 17.00 í sal A á Hilton Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Hlutverk fundarins er það eitt að kjósa fjóra fulltrúa af fimm í nýja stjórn sjóðsins á grundvelli nýstaðfestra samþykkta sjóðsins, en einn fulltrúi í stjórn er skipaður af bankaráði Landsbankans.

Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn til tveggja ára og tvo aðalmenn til eins árs. Þá skal einn varamaður kosinn til tveggja ára og einn til eins árs (ákvæði til bráðabirgða).

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins 19. október 2009 eru  eftirfarandi:

 • Bragi Gunnarsson, lögfræðingur
 • Brynjar Þór Guðmundsson sérfræðingur í fjárstýringu Landsbankans
 • Eiríkur Aðalsteinsson
 • Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri
 • Gunnlaugur Júlíusson, viðskiptafræðingur
 • Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði
 • Hjörtur H. Jónsson, fjármálasérfræðingur
 • Ingólfur Guðmundsson, viðskiptafræðingur
 • Ísak Jóhann Ólafsson fyrrv. bæjarstjóri Siglufirði, nú búsettur á Egilsstöðum
 • Jóhann Ólafsson, kerfisfræðingur
 • Jóhann Páll Símonarson, starfsmaður Eimskip
 • Jón Sævar Jónsson, verkfræðingur, Mosfellsbæ
 • Jón Snorri Snorrason, lektor
 • Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans ehf.
 • Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
 • Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur
 • Ólafur Örn Ingólfsson, viðskiptafræðingur
 • Sif Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, MBA í fjármálum og doktorsnemi
 • Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, fjármála og skrifstofustjóri
 • Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur
 • Snorri Gunnar Steinsson, viðskiptafræðingur
 • Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur og framkvæmastjóri BÍS,
 • Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur

Kynning á frambjóðendum:


Bragi Gunnarsson f. 1964.

Lögfræðingur hjá Landsbankanum. Stúdent frá MR 1984, lögfræðingur frá HÍ 1990. Framhaldsnám í Svíþjóð 1998-1999. Próf í verðbréfaviðskiptum 2002. Lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins 1990-1997. Forstöðumaður á skattaskrifstofu embættis ríkisskattstjóra 1999-2004. Lögfræðingur hjá Landsbanka Íslands og síðar NBI frá 2004.

Brynjar Þór Guðmundsson f. 1974.

Sérfræðingur í Landsbankanum. Stúdent frá MA 1994. Útskrifaðist af markaðssviði Rekstrardeildar Háskólans 1998. Lögg. verðbréfamiðlari 2001. Mastersnám í Copenhagen Business School 2005. Starfaði sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Íslenskum verðbréfum hf. 1998-2003. Hefur starfað sem sérfræðingur í fjárstýringu Landsbankans frá júlí 2005. Hefur starfað mikið að félagsmálum tengdum íþróttum.

Eiríkur Aðalsteinsson f. 1971.

Hefur starfað við rekstur auglýsingastofunnar TBWA/Reykjavík undanfarin 6 ár. Þar áður var hann starfsmaður Landsbanka Íslands í Privat Banking. Sat í stjórn Hótel Borgar fyrir bankann.

Gunnar Valur Sveinsson f. 1966.

Hótelrekstrarfræðingur. Hann leggur nú lokahönd á meistaranám í alþjóðaviðskiptum ásamt því að vera verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Á árunum 1990-2001 starfaði hann sem framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki í Stokkhólmi ásamt því að sinna ráðgjafastörfum í rekstrarskilum. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 2001-2006.

Gunnlaugur Júlíusson f. 1952.

Viðskiptafræðingur og hagfræðingur. Vinnur sem sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Nam landbúnaðarhagfræði í Svíþjóð og Danmörku. Löggiltur verðbréfasali 2001. Hefur lokið öllum kúrsum í M.Sc. í fjármálaskor viðskiptafræðideildar HÍ og er að vinna lokaritgerð. Starfaði áður m.a. sem sveitarstjóri á Raufarhöfn.

Halldór Halldórsson f. 1964.

Bæjarstjóri á Ísafirði. Ólst upp við Ísafjarðardjúp og gekk í Reykjanesskóla við Djúp. Starfaði við vegagerð, ýmsa tækjavinnu hjá verktaka, fiskvinnslu, sjómennsku og verkstjórn í fiskvinnslu. Síðar rekstur fyrirtækja, þ.á.m. bókhaldsstofa, endurskoðunarþjónusta, fasteigna- og skipasala. Í bæjarstjórn Grindavíkur frá 1994 og var í launanefnd SSS. Varð framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga 1996 og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar 1998. Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga frá 2006. Starfaði í björgunarsveitum og Rauðakrossdeild. Formaður stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða.

Hjörtur H. Jónsson f. 1967.

Fjármálasérfræðingur hjá ALM Fjármálaráðgjöf. BSC í kennilegri eðlisfræði frá HÍ 2001, MSC í kennilegri öreindafræði frá háskólanum í Karlsruhe 2004 og próf í verðbréfaviðskiptum 2006. Hefur starfað við raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. 1998-2004 starfaði hann hjá Íslenskri erfðagreiningu sem sérfræðingur á tölfræðisviði. Hóf störf hjá Landsbankanum 2004. Vann fyrst við uppsetningu og styrkingu afleiðumiðlunar bankans og síðan í útibúi bankans í London 2006-2008. Hefur auk þess tekið virkan þátt í félagsmálum og var keppandi á ólympíuleikunum í eðlisfræði 1987.

Ingólfur Guðmundsson f. 1957.

Rekstrarhagfræðingur. Hann hefur einnig lokið MBA og hefur löggildingu sem verðbréfamiðlari. Vann í 20 ár í Landsbanka Íslands, m.a. sem markaðsstjóri, útibússtjóri, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og framkvæmdastjóri einkabankasviðs. Hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum og var m.a. formaður stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2000. Hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi hjá Sector viðskiptaþróun auk þess að vera fjármálastjóri lágvöruverðsverslunarinnar Kosts sem opnar bráðlega.

Ísak Jóhann Ólafsson f. 1950.

Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagði stund á þjóðhagfræði í nokkur ár. Skrifstofustjóri Vélstjórafélags Íslands 1981-1986. Bæjarstjóri á Siglufirði 1986-1990. Sveitarstjóri á Reyðarfirði 1990-1998 og sveitarstjóri á Þórshöfn 1998-1999. Frá árinu 1999 hefur hann verið búsettur á Egilsstöðum og rekur ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Koll ehf., sem er rekstraraðili Söluskála Skeljungs hf. á Egilsstöðum.

Jóhann Ólafsson f. 1953.

Kerfisfræðingur í Landsbankanum. Verslunarpróf frá VÍ og kerfisfræðipróf frá Tietgenskolen EDB- skolen Odense, Danmörk. Hefur unnið ýmis störf, í frystihúsi, verið í sveit og á sjó, við byggingu Mjólkárvirkjunar, í reiðhjólaverksmiðju og niðursuðuverksmiðju, í tölvudeild Samvinnubanka og svo tölvudeild Landsbanka frá 1991 og starfar þar enn. Hefur einnig tekið þátt í félagsmálum, verið stjórnarmaður og formaður í starfsmannafélagi Samvinnubanka, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra bankamanna og verið í nefndastarfi innan Félags starfsmanna Landsbanka Íslands.

Jóhann Páll Símonarson f. 1951.

Starfsmaður hjá Eimskip. Fæddur í Keflavík og er gagnfræðingur. Starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1967, fyrst í landi en frá 1970 á sjó sem háseti og bátsmaður. Kom aftur í land 2005 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum fyrir Eimskip. Hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur og skoðunarmaður þess félags um árabil. Varamaður í stjórn Straums- Burðaráss Fjárfestingarbanka og varamaður í stjórn Faxaflóahafna 2006 og 2007.

Jón Sævar Jónsson f. 1947.

Rekstrarverkfræðingur . Lauk námi frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi. Hefur ennfremur verið í námi í verkefnastjórnun og stefnumarkandi áætlanagerð í Háskólanum í Reykjavík. Eftir nám starfaði hann við skólann í 2 ár ásamt því að vinna sem framleiðslustjóri í lyfjafyrirtæki. Hann vann við stjórnunarstörf hjá Hafskipum og Slippfélaginu í Reykjavík, hjá Rekstrarstofunni og Ráðgarði og Tilraunastöð Háskóla Íslands á árunum 1980-1996. 1996-2008 var hann framkvæmdastjóri Gagnastýringar og Gagnatækni. Síðan hefur hann kennt við Háskólann á Bifröst og verið ráðgjafi hjá Ráðgjafahúsinu ehf.

Jón Snorri Snorrason f. 1955.

Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viðskipta- og hagfræðingur með framhaldsnám frá Bretlandi. Hann hefur starfað við stjórnunarstörf og kennslu frá 1984. Vann m.a. á fyrirtækjasviði Landsbankans, forstöðmaður verðbréfasviðs Kaupþings og aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar. 1995-2007 framkvæmdastjóri og forstjóri Ölgerðarinnar, B&L og Öryggismiðstöðvar Íslands. Hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Hefur verið fulltrúi sjóðfélaga í stjórn Íslenska lífeyrissjóðins um árabil.

Jón B. Stefánsson f. 1951.

Skólameistari Tækniskólans ehf. Lauk kennaraprófi frá KÍ og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1973. Framhaldsnám í stjórnun í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fjöldi stjórnunarnámskeiða heima og erlendis. Var félagsmálastjóri á Selfossi 1978-1983, starfsmannastjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Eimskip, bæði á Íslandi og erlendis 1983-2000. Forstjóri 66°norður 2001-2003. 2003-2008 skólameistari/framkvæmdastjóri Fjöltækniskólans ehf, og frá 2008 skólameistari/framkvæmdastjóri Tækniskólans ehf. Hefur auk þess verið virkur þátttakandi í félagsstörfum og setið í fjölda stjórna.

Jón Þorkelsson f. 1960.

Viðskiptafræðingur og hefur megnið af sínum vinnuferli unnið á endurskoðunarstofu í Hafnarfirði við margvísleg bókhalds-, uppgjörs- og skattamál. Frá maí 2007 hefur hann verið formaður Stómasamtaka Íslands sem er aðili að Krabbameinsfélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands og unnið við félagsstörf á þeim vettvangi.

Jón Þorvarðarson f. 1954.

Jón er stærðfræðingur að mennt og rekur eigið fyrirtæki á sviði útgáfu og ráðgjafar, STÆ ehf. Hann stundar ennfremur fræðistörf og kennslu á framhaldsskólastigi.

Ólafur Örn Ingólfsson f. 1951.

Viðskiptafræðingur. Stúdent frá ML og viðskiptafræðingur frá HÍ. Framhaldsnám í þjóðhagfærði í Svíþjóð. Sérfræðingur í Landsbanka Íslands 1980 og forstöðumaður hagfræðideildar bankans frá 1985-1988. Framkvæmastjóri fjármálasviðs 1988-1992 og forstöðumaður fjárstýringar frá 1992-2003. Var samhliða framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka. Átti um tíma einnig sæti í stjórn Landsbréfa. Hjá Kaupthing Sverige 2004-2005. Hjá SPRON frá 2005 til 2009. Hefur allan sinn starfsferil starfað á banka- og fjármálamarkaði.

Sif Jónsdóttir f. 1960.

Viðskiptafræðingur, MBA í fjármálum og er í doktorsnámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún var eigandi og framkvæmdastjóri Ola-Skor í Svíþjóð og Danmörku 1982-1989. Var skrifstofustjóri hjá Lind, fjármögnunarleigu frá 1989, sérfræðingur á lánasviði hjá Lýsingu frá 1992 og markaðsráðgjafi hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum 2000. Hún var fjármálastjóri hjá Flugkerfi hf., Tern System ltd. 2007 og nú síðast hjá Straumi-Burðarás sem verkefnisstjóri . Sif tekur þátt í félagsmálum og hefur m.a. átt sæti í nefndum á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga.

Sigríður Hanna Jóhannesdóttir f. 1954.

Fjármála- og skrifstofustjóri hjá Alta ehf. Vann við bókhald sjóða á vegum Landsbréfa á árunum 1990-1994 og afgreiðslustjóri bakvinnslu Landsbréfa 1994-1996. Bjó í Þýskalandi 1996-1997. Vann hjá Flögu 1997-2006, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem skrifstofu- og starfsmannastjóri. Frá 2006 hefur hún verið fjármála- og skrifstofustjóri Alta ehf.

Sigurður Jónas Eggertsson f. 1973.

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá Tölvumiðlun hf. Hefur starfað hjá Tölvumiðlun hf. frá 2004. Lauk námi í tölvunarfræði frá HÍ 1998. Starfaði frá 1998 hjá EJS hf./Hugur hf. Rekur auk þess vefinn Ljósmyndakeppni.is, en vefinn stofnaði hann og hefur rekið frá 2004. Hann hefur gefið út fjórar ljósmyndabækur og starfrækt tækjaleigu fyrir notendur vefsins.

Snorri Gunnar Steinsson f. 1970.

Viðskiptafræðingur í Landsbankanum. Útskrifaðist frá HÍ 1996. Hefur einnig próf í verðbréfaviðskiptum frá 2001. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í einkabankaþjónustu Landsbankans frá 2001. Starfaði áður sem sérfræðingur hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum.

Þorsteinn Fr. Sigurðsson f. 1952.

Rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta. MBA, BA í alþjóðaviðskiptum, löggiltur verðbréfasali 2005 og stundar meistaranám í lögfræði við HR, sem lýkur vorið 2010. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta í 18 ár. Þorsteinn er virkur í félagsmálum og hefur setið í Safnaðarnefnd Vídalínskirkju í 8 ár, félagi í JC í fjölda ára, m.a. verið Landsforseti og er nú heiðursfélagi þar, í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga í 3 ár og félagi í Oddfellows.

Þórir Óskarsson f. 1976.

Tryggingastærðfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands. Lauk B.Sc. prófi í stærðfræði við HÍ 2000 og stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla 2003 til 2006 í tryggingastærðfræði og lauk Cand. Act. prófi þaðan haustið 2006. Hann hlaut viðurkenningu FME sem tryggingastærðfræðingur 5. janúar 2009, og var sá fyrsti í 10 ár til að hljóta þá viðurkenningu. Starfaði hjá dönsku tryggingafélagi 2006-2009. Starfar nú hjá VÍS. Hefur ennfremur unnið við kennslu o.fl.