Fréttir

17. nóvember 2011

Breytingar á stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir sem setið hefur í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að segja sig úr stjórn sjóðsins frá og með 16. nóvember 2011.  Una Eyþórsdóttir sem verið hefur varamaður Sigríðar í stjórn sjóðsins mun taka sæti hennar.

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins þakkar Sigríði fyrir vel unnin störf.