Fréttir

22. desember 2009

Fjárfestingarstefna Íslenska lífeyrssjóðsins fyrir árið 2010

Um áramótin taka gildi nýjar fjárfestingarstefnur hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Helstu breytingar á fjárfestingarstefnum ársins 2010 eru þær að vægi innlána lækkar. Þegar fjárfestingarstefnur fyrir árið 2009 voru mótaðar var mikil óvissa í íslensku efnahagslífi. Í því árferði var eðlilegt að hafa stóran hluta eigna í innlánum sem lýst hafði verið yfir að væru tryggðar af ríkinu. Síðan þá hefur komist á meira jafnvægi, innlendur skuldabréfamarkaður er orðinn virkur, innlánsvextir hafa lækkað og þess vegna eðlilegt að minnka vægi innlána og auka vægi skuldabréfa.

Í fjárfestingarstefnu 2010 bætist við nýr eignaflokkur; Framsæknar fjárfestingar (innlendar). Markmiðið er að fjárfesta í sjóðum sem fjárfesta í fyrirtækjum tengdum endurreisn íslensks efnahagslífs.  Mikill vöxtur er í slíkum verkefnum og væntanlega verður hægt að byggja upp safn af ólíkum verkefnum. Gott dæmi um slíkt er Framtakssjóður Íslands. Ljóst er þó að það mun taka tíma að byggja upp þennan eignaflokk.

Einnig verða gerðar breytingar á LÍF IV í þá veru að framvegis mun deildin aðeins fjárfesta í innlendum ríkisskuldabréfum.

Nánari upplýsingar um Íslenska lífeyrissjóðinn veita fjármálaráðgjafar í síma 410 4040, Ráðgjafa- og þjónustuver í síma 410 4000 og ráðgjafar í útibúum Landsbankans.

Fjárfestingarstefna Íslíf 2010