Fréttir

6. febrúar 2009

Verðmat eigna Íslenska lífeyrissjóðsins

Við endurmat eigna Íslenska lífeyrissjóðsins í desember sl. var gerð varúðarniðurfærsla til að gæta hagsmuna og tryggja jafnræði sjóðfélaga. Var þetta gert þar sem enn var nokkur óvissa um hluta eignanna og var því reynt að meta umfang tapsins, ef allt færi á versta veg miðað við ríkjandi markaðsaðstæður.

Eins og fram hefur komið mun stjórn og endurskoðendur sjóðsins meta stöðuna mánaðarlega og upplýsa sjóðfélaga um stöðuna. Stjórn sjóðsins og endurskoðendur hafa farið yfir stöðuna og hafa engar upplýsingar komið fram sem breyta mati eigna. Því hafa engar breytingar orðið á varúðarniðurfærslum.