Fréttir

21. maí 2014

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11, 101 Reykjavík.

Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til tveggja ára.

Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund.

Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 21. maí 2014 eru:

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri.

Snorri Ómarsson, flugstjóri.

Kynning á frambjóðendum:

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, f. 1977

Erla Ósk er markaðsstjóri Handpoint. Lauk B.A prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2004 og MPA prófi frá sama skóla 2012. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2007-2013. Starfaði áður í markaðsdeild Landsbankans frá 2006-2011. Í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá 2012.

Snorri Ómarsson, f. 1971

Snorri er starfandi flugstjóri hjá Icelandair. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1991, BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Starfsmaður Icelandair frá 1998-2007 og aftur frá 2009.  Starfsmaður í greiningardeild Landsbanka Íslands frá 2007-2009. Í sparisjóðsnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, vorið 2013. Í trúnaðarráði flugmanna árið 2011-2012. Varamaður í starfsráði FÍA/Icelandair frá árinu 2012.  Í samninganefnd FÍA frá árinu 2013. Varamaður í stjórn Eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna frá 1999-2005.  Snorri hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá júní 2011, og varaformaður stjórnar frá árinu 2013.