Fréttir

18. janúar 2010

Endurskoðunarnefnd

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur skipað eftirtalda aðila í endurskoðunarnefnd:

  • Jón Snorri Snorrason lektor og stjórnarmaður í Íslíf.
  • Þórir  Óskarsson tryggingastærðfræðingur og stjórnarmaður í Íslíf.
  • Jón Þ. Hilmarsson löggiltur endurskoðandi.

Skv. lögum sem tóku gildi í lok árs 2008 ber öllum einingum sem starfa í almannaþágu, þar með taldir lífeyrissjóðir, að starfrækja endurskoðunarnefnd.

Helsta hlutverk endurskoðunarnefndar er að hafa eftirlit við gerð reikningsskila, eftirlit með verklagsreglum og áhættustýringu sjóðsins. Einnig skal endurskoðunarnefnd hafa eftirlit með endurskoðun ársreikninga og störfum endurskoðanda.