Fréttir

21. nóvember 2007

Ráðgjöf vegna útgreiðslu lífeyrissparnaðar við 66 ára sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins

Við viljum benda sjóðfélögum að það kann að vera hagkvæmt að taka frjálsa séreign í lífeyrissparnaði út fyrir 67 ára aldur, því greiðsla úr frjálsri séreign getur komið til skerðingar á tekjutryggingu, tekjutryggingaauka, heimilisuppbót og sérstakri viðbótarfjárhæð frá Tryggingastofnun ríkisins. Hvort til skerðingar á áður upptöldu kemur fer eftir aðstæðum hjá hverjum og einum. Til að komast hjá skerðingu þarf að sækja um útgreiðslu eigi síðar en einum almanaksmánuði áður en 67 ára aldri er náð. 

Við útgreiðslu sparnaðarins mun dragast frá almennur tekjuskattur eins og hann er á hverjum tíma, en hann er nú 35,72%.