Fréttir

4. október 2013

Nýr framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ólafur Páll Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins.  Hann tekur við starfinu af Halldóri Kristinssyni, en Halldór mun sinna fjárfestingum sjóðsins sem deildarstjóri yfir sjóðstjórum í Eignastýringu Landsbankans.  Ólafur Páll er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með LLM gráðu í banka- og fjármálarétti frá University of London.  Hann starfaði í fjármálaráðuneytinu frá árinu 2000 til 2006, hjá Samtökum fjármálafyrirtækja á árinu 2007 og hefur starfað í lögfræðiráðgjöf Landsbankans frá árinu 2008.