Fréttir

16. október 2012

Jákvæðar fréttir fyrir sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins

DV birti þann 15. október úttekt á 20 stærstu lífeyrissjóðum landsins en úttektin er byggð á skýrslu FME um stöðu sjóðanna í árslok 2011. Íslenski lífeyrissjóðurinn er í öðru sæti í úttekt blaðsins.

Í henni er sjóðunum gefinn einkunn eftir því hvernig þeir hafa staðið sig en þeir þættir sem hafðir voru til hliðsjónar eru rekstrarkostnaður, tryggingafræðileg staða og ávöxtun.

Rekstrarkostnaður Íslenska lífeyrissjóðsins er sá lægsti af öllum sjóðunum og tryggingarfræðileg staða sjóðsins sú besta en hún segir til um getu sjóðs til að standa við skuldbindingar sínar við sjóðfélaga.

Í úttektinni sést glöggt að mikill munur er á rekstarkostnaði og fjárfestingagjöldum sjóðanna. Rekstrarkostnaður Íslenska lífeyrissjóðsins á hvern sjóðfélaga er sagður vera 8.500 kr., en hann er 177.000 kr. hjá þeim sjóði þar sem kostnaðurinn var hæstur.

Staða Íslenska lífeyrissjóðsins er því góð og samanburður við aðra sjóði hagstæður.