Fréttir

31. október 2013

Lífeyrisgáttin – upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað fyrir aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Í Lífeyrisgáttinni er m.a. að finna réttindi sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins. Unnið er að því að opna fyrir aðgang sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins að Lífeyrisgáttinni í Netbanka Landsbankans.

Móttaka og þjónusta við sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins er í útibúum Landsbankans. Nánari upplýsingar veitir Lífeyris- og verðbréfaráðgjöf Landsbankans í síma 410 40 40 eða á verdbrefaoglifeyrisradgjof@landsbankinn.is.