Fréttir

20. október 2009

Ný stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins

Ný stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins var kjörinn á aukaársfundi sjóðsins mánudaginn 19. október. Kosið var eftir nýjum samþykktum sjóðsins og kusu sjóðfélagar um fjóra aðalmenn og tvo varamenn í stjórn en fimmti stjórnarmaðurinn er skipaður af stjórn Landsbankans.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn:

Til tveggja ára:

  • Brynjar Þ. Guðmundsson viðskiptafræðingur
  • Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur

Til eins árs:

  • Bragi Gunnarsson lögfræðingur
  • Jón Snorri Snorrason lektor

Varamenn voru kosnir:

  • Ingólfur Guðmundsson viðskiptafræðingur (til tveggja ára)
  • Sigríður Hanna Jóhannesdóttir fjármála og skrifstofustjóri (til eins árs)

Fyrir hönd Landsbankans eru tilnefndir í stjórn:

  • Atli Atlason aðalmaður
  • Bergþóra Sigurðardóttir varamaður
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 19. október 2009