Fréttir

26. maí 2011

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 1. júní 2011  kl. 17.00 í sal H&I á Hilton Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til tveggja árs.
Að auki þarf að kjósa einn varamann til eins árs og kemur hann í stað Snorra G. Steinssonar sem sagði sig úr varastjórn sjóðsins á nýliðnum vetri.

Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund.  Framboðum til varamanns skal skilað inn á ársfundinum.

Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 1. júní 2011 eru eftirfarandi:

  • Atli Atlason, viðskiptafræðingur
  • Jón Eðvald Malmquist, lögmaður
  • Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur
  • Þórir Óskarsson, tryggingastærðfræðingur

Kynning á frambjóðendum:

Atli Atlason f. 1966

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1992. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1986. Forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fiskistofu 1992-1999. Forstöðumaður starfmannahalds Búnaðarbankans 1999-2003. Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka Íslands hf. 2003-2008. Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans (NBI hf.) 2008-2010. Í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009.

Jón Eðvald Malmquist f. 1974

Lögfræðingur hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Stúdent frá VÍ 1994 og lögfræðingur frá HÍ 1999. Fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000. Starfaði sem lögfræðingur hjá Ríkisendurskoðun 2000-2005 og hjá Samgönguráðuneytinu 2005-2008. Hefur starfað sem lögmaður hjá LOGOS síðan 2008. Varamaður í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá maí 2010.

Þorsteinn Fr. Sigurðsson f. 1952.

Rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Undirbúningsnefndar Stjórnlagaþings, framkvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta í 18 ár og rekstrarráðgjafi fyrir þann tíma. Er með BA og MBA í alþjóðaviðskiptum, ML í lögfræði frá 2010 og löggildingu í verðbréfamiðlun 2005. Þorsteinn er virkur í félagsmálum og sat m.a. í Safnaðarnefnd Vídalínskirkju í 8 ár, félagi í JC til fjölda ára, m.a. verið Landsforseti, Senator og er nú heiðursfélagi, gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum innan skátahreyfingarinnar sem sjálfboðaliði áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra BÍS, var í stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga í 3 ár, og í Æskulýðsráði ríkisins í 6 ár. Í endurskoðunarnefnd Íslenska lífeyrissjóðsins frá júní 2010.

Þórir Óskarsson f. 1976.

Tryggingastærðfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands. Lauk BSc prófi í stærðfræði frá HÍ árið 2000 og stundaði nám í tryggingastærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 2003 til 2006 og lauk Cand. Act. prófi þaðan haustið 2006. Hann hlaut viðurkenningu FME sem tryggingastærðfræðingur 5. janúar 2009 og var sá fyrsti í 10 ár til að hljóta þá viðurkenningu. Starfaði hjá dönsku tryggingafélagi 2006-2009. Í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009, auk þess að sitja í endurskoðunarnefnd sjóðsins.