Fréttir

29. apríl 2011

Breytingar á stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins

Þann 31. mars síðastliðinn ákváðu Bragi Gunnarsson, stjórnarmaður, Brynjar Þór Guðmundsson, stjórnarformaður, og Bergþóra Sigurðardóttir, varamaður, að víkja tímabundið úr stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins. Ástæðan fyrir brotthvarfi þeirra er sú að 1. apríl tóku gildi breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en Fjármálaeftirlitið hefur túlkað þau ákvæði svo að samkvæmt þeim séu starfsmenn fjármálafyrirtækja vanhæfir til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila s.s. lífeyrissjóða.

Nú liggja fyrir Alþingi drög að breytingum á lögum nr. 129/1997 um lífeyrissjóði. Verði þau samþykkt geta þessir stjórnarmenn orðið hæfir aftur svo lengi sem stjórnarseta þeirra skapar ekki hagsmunaárekstra að mati Fjármálaeftirlitsins. Þessir aðilar munu því ekki taka þátt í starfi stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins þar til endanleg niðurstaða hefur fengist.

Jón Snorri Snorrason er nýr stjórnarformaður sjóðsins og Þórir Óskarsson er ný varaformaður.