Fréttir

11. apríl 2012

Ársuppgjör Íslenska lífeyrissjóðsins 2011

Ársreikningur Íslenska lífeyrissjóðsins 2011 var staðfestur af stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóra þann 30. mars 2012 og hefur hann verið birtur á vefsvæði sjóðsins.

Í lok árs 2011 voru sjóðfélagar 27.456 talsins, samanborið við 27.684 í ársbyrjun.  Virkir sjóðfélagar í árslok voru 9.147 og lífeyrisþegar 630 talsins. Á árinu voru 3.253 sjóðfélagar með sérstaka útgreiðslu á séreignarsparnaði. Í árslok var stærð sjóðsins 33.734 millj. kr., sem er um 10,0% stækkun á árinu.

Samkvæmt útreikningum tryggingastærðfræðings sjóðsins eru eignir samtryggingardeildar 249 milljónir, eða 1,8% hærri en skuldbindingar. Eignir og skuldbindingar deildarinnar eru því í jafnvægi og ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á réttindum sjóðfélaga.

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þann 29. maí kl 17:00 á Nordica. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Sjóðfélgar er hvattir til að mæta á ársfundinn.

Ársreikningur Íslenska lífeyrissjóðsins 2011

Meginniðurstöður ársreiknings Íslenska lífeyrissjóðsins

Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris
 
2011
2010
Iðgjöld 2.963.744.888 3.367.375.490
Lífeyrir -2.771.177.872 -2.016.726.050
Fjárfestingartekjur 2.934.070.726 3.290.943.989
Fjárfestingargjöld -14.892.741 -47.078.737
Rekstrarkostnaður -37.879.767 -95.719.666
Sérstakur skattur á lífeyrissjóðu -3.474.511 0
     
Hækkun á hreinni eign á árinu 3.070.390.723 4.498.795.026
Hrein eign frá fyrra ári 30.663.756.766 26.164.961.740
     
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 33.734.147.489 30.663.756.766
     
Efnahagsreikningur
Eignir 31.12.2011 31.12.2010
Verðbréf með breytilegum tekjum 9.612.736.141 8.206.528.446
Verðbréf með föstum tekjum 19.264.497.990 15.547.942.448
Bankainnstæður 2.867.648.358 2.222.971.529
Kröfur 167.648.570 133.370.663
Sjóður og veltiinnlán 2.213.343.065 4.886.273.099
     
Eignir samtals 34.125.874.124 30.997.086.185
     
Skuldir 391.726.635 333.329.419
     
Hrein eign til greiðslu lífeyris alls 33.734.147.489 30.663.756.766
     
     
Kennitölur 2011 2010
Hrein raunávöxtun 3,94% 8,89%
Hrein raunávöxtun - meðaltal sl. 3 ára 5,96% -9,11%
Hrein raunávöxtun - meðaltal sl. 5 ára -4,42% -3,31%
Fjöldi virkra sjóðfélaga - meðaltal 9.147 8.118
Fjöldi lífeyrisþega - meðaltal 630 529
Heildarfjöldi sjóðfélaga 27.456 27.684
     
     
Tryggingafræðileg staða Samtryggingadeildar 31.12.2011 31.12.2010
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 1,80% 0,80%
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar 1,50% -1,40%
     
Hrein nafnávöxtun - deildaskipt
2011
5 ára meðaltal
LÍF I 9,4% 3,8%
LÍF II 10,0% 3,9%
LÍF III 10,1% 4,2%
LÍF IV 9,5% 5,1%
Samtrygging 7,3% 2,5%

Ársreikningur Íslenska lífeyrissjóðsins 2011