Fréttir

27. maí 2013

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 29.maí 2013 kl. 17 á Hilton Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

Á fundinum skal kjósa tvo aðalmenn til tveggja ára og einn varamann til tveggja ára.

Framboðum aðalmanna bar að skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund.

Frambjóðendur í kjöri til aðalmanns í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins 29. maí 2013 eru:


  • Atli Atlason, viðskiptafræðingur
  • Þórir Óskarsson, tryggingastærðfræðingur

Kynning á frambjóðendum


Atli Atlason, f. 1966

Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1992. Lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1986. Starfaði sem forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fiskistofu 1992-1999, forstöðumaður starfmannahalds Búnaðarbankans 1999-2003, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka Íslands hf. 2003-2008 og framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans (NBI hf.) 2008-2010. Starfar nú sem deildarstjóri kjaradeildar hjá Reykjavíkurborg. Hefur setið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009, sem varaformaður stjórnar frá maí 2011 og formaður stjórnar frá febrúar 2013.

Þórir Óskarsson, f. 1976

Tryggingastærðfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands. Lauk B.Sc. prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og stundaði nám í tryggingastærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 2003-2006 og lauk Cand. Act. prófi þaðan haustið 2006. Hann hlaut viðurkenningu FME sem tryggingastærðfræðingur 5. janúar 2009 og var sá fyrsti í 10 ár til að hljóta þá viðurkenningu. Starfaði sem tryggingastærðfræðingur hjá dönsku tryggingafélagi 2006-2009. Ritari Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga og gjaldkeri í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Þróttar. Í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá október 2009 auk þess að sitja í endurskoðunarnefnd sjóðsins, sem formaður nefndarinnar frá 2011.

Tengt efni:

07.05.2013 - Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2013