Fréttir

10. desember 2008

Sjóðsfélagafundur Íslenska lífeyrissjóðsins

Íslenski lífeyrissjóðurinn boðar til kynningarfundar fyrir sjóðfsélaga á Grand Hótel (Hvammi), Sigtúni 38 í Reykjavík, þriðjudagskvöldið 16. desember næstkomandi kl. 20:00. Þar verður fjallað um áhrif atburða á fjármálamörkuðum á rekstur og afkomu sjóðsins.

Bréf með nánari upplýsingum um stöðu sjóðsins hefur verið sent á alla sjóðfélaga.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

19:45 Húsið opnar.

20:00 Fundarsetning.

  • Ávarp stjórnarformanns.
    Ingólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins.
  • Upplýsingar um rekstur og afkomu sjóðsins.
    Davíð Harðarson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins.
  • Umræður og fyrirspurnir.

21:30 Áætluð fundarlok.

Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.

Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins