Fréttir

12. maí 2014

Hámarks iðgjald launþega hækkar aftur í 4%

Frá og með 1. júlí 2014 geta launþegar á ný greitt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað í stað 2%. Tímabundin lækkun iðgjalds launþega úr 4% í 2%, sem hefur verið í gildi frá byrjun árs 2012 samkvæmt bráðabirgðaákvæði í tekjuskattslögum, rennur þá út. Iðgjöld þeirra sem greiddu 4% iðgjald samkvæmt samningi um viðbótarlífeyrissparnað, fyrir umrædda lagabreytingu, munu hækka aftur í 4% eftir 1. júlí n.k. Landsbankinn mun minna launagreiðendur á breytinguna, en greiðsla iðgjaldsins er í þeirra höndum. Rétthafar eru hvattir til að fylgjast með greiðslu iðgjaldanna þegar þar að kemur.