Fréttir

29. september 2009

Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 28. september markaði tímamót í starfsemi sjóðsins

Þann 17. mars 2009 skipaði fjármálaráðherra Láru V. Júlíusdóttur hrl. umsjónaraðila Íslenska lífeyrissjóðsins vegna opinberrar rannsóknar sem beindist að fyrri stjórnendum sjóðsins. Umsjónaraðili hefur m.a. það hlutverk að gera tillögur að framtíð sjóðsins.

Á ársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins 20. maí sl. var tekin ákvörðun um að auka sjálfstæði sjóðsins gagnvart Landsbankanum að tillögu umsjónaraðila. Í þeim tilgangi hafa samþykktir sjóðsins nú verið endurskoðaðar og var markmið endurskoðunarinnar þríþætt:

  1. Að stjórn sjóðsins verði að meirihluta skipuð sjóðfélögum kjörnum á ársfundi
  2. Að framkvæmdastjóri verði starfsmaður sjóðsins sjálfs, en ekki starfsmaður rekstraraðila
  3. Að greint verði á milli sameignardeildar sjóðsins og séreignadeildar.

Á aukaársfundi sjóðsins 28. september sl. samþykktu sjóðfélagar nýjar samþykktir og verður meirihluti stjórnar sjóðsins, 4 af 5 stjórnarmönnum, nú kosinn beint af sjóðfélögum á ársfundi. Bankaráð Landsbankinn tilnefnir einn stjórnarmann.

Boðað hefur verið til annars aukaársfundar þann 19. október n.k. þar sem þessir nýju stjórnarmenn verða kosnir. Hafa sjóðfélagar verið hvattir til að gefa kost á sér til setu í stjórninni og tilkynna framboð sín til umsjónaraðila í síðasta lagi 12. október n.k.

Fundargerð

Umsjónaraðili

Lára V. Júlíusdóttir
Sími 533 1330
lara@borgarlogmenn.is