Fréttir

17. október 2012

Fréttabréf Íslenska lífeyrissjóðsins og yfirlit

Sjóðfélögum Íslenska lífeyrissjóðsins hefur nú borist yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur sínar og inneign þann 30. júní 2012, með yfirlitinu fylgdi fréttabréf Íslenska lífeyrissjóðsins þar sem farið var yfir nokkra þætti í starfsemi sjóðsins.

Fréttabréf Íslíf 1. tbl. 2012

Landsbankinn auglýsti nýlega 1, 3 og 10 ára ávöxtunartölur Íslenska lífeyrissjóðsins og annara lífeyrisafurða í umsjón bankans. Ávöxtunartölurnar miðast við 30. ágúst 2012.

Auglýsing Landsbankans

Íslenski lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga til þess að bera iðgjaldayfirlit sín saman við launaseðlana sína og kynna sér efni fréttabréfsins. Ef einhverjar spurningar vakna er sjóðfélögum bent á að hafa samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410-4040 eða fjarmalaradgjof@landsbankinn.is