Launagreiðendur

Mikilvægar skyldur launagreiðanda

Launagreiðandi fær sent afrit af samningi þegar launþegi gerir samning um lífeyrissparnað. Til hagræðingar fyrir starfsmanninn er æskilegt að geyma lífeyrissamninginn með skattkorti hans. Bæði samningurinn og skattkortið skulu afhent starfsmanni við starfslok.

Mjög mikilvægt er að launagreiðendur skili iðgjöldum launþega sinna reglulega því ávöxtun er reiknuð daglega og ef greiðslur berast ekki verður launþegi af ávöxtun.

Iðgjald og mótframlag

Öllum launagreiðendum er skylt að draga lífeyrisiðgjald af launum launþega á aldrinum 16-70 ára. Þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er lögum samkvæmt skylt að greiða í lífeyrissparnað.

Útreikningi á framlagi launagreiðanda má skipta í tvennt:

Lögbundið iðgjald

Lögbundinn lífeyrissparnaður nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum einstaklings og skiptist þannig að launagreiðandi greiðir 8% og launþegi 4%.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Launþegum er heimilt að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað allt að 4% (af óskattlögðum tekjum). Launagreiðandi sér um að koma greiðslunum til skila. Mótframlag launagreiðanda fer eftir kjarasamningum, en algengast er að mótframlagið sé 2% ef framlag launþegans er 2-4%.


Nánari upplýsingar fyrir launagreiðendur

SkilagreinarGjalddagi og eindagi iðgjalda | Innheimta