Lögbundinn lífeyrissparnaður - Útgreiðsla

Viltu ráðstafa þínum lífeyrissparnaði sem mest sjálf/ur? Eða viltu tryggja að sem mest af séreign þinni erfist? Þú getur valið um tvær útgreiðsluleiðir hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. Munurinn felst í skiptingu milli samtryggingar, bundinnar séreignar og frjálsrar séreignar.

Flestir sjóðfélagar velja Blandaða leið (Leið I), en hún veitir meiri sveigjanleika við starfslok, sem og aukin örorku- og makalífeyrisréttindi.

Samningur um útgreiðslu


Útgreiðsluleiðir Íslenska lífeyrissjóðsins*

Blönduð leið - Leið I

Hentar þér ef þú vilt eiga möguleika á að njóta sparnaðarins snemma og ráðstafa honum sem mest sjálf/ur. Frjáls séreign erfist, en samtryggingin erfist ekki.

Sjá nánar um Blandaða leið (Leið I)


Séreignarleið - Leið III

Hentar þér ef þú vilt leggja áherslu á að sem mest af séreign þinni erfist. Frjáls séreign og bundin séreign erfast, en samtryggingin erfist ekki.

Sjá nánar um Séreignarleið (Leið III)


Útgreiðsla úr samtryggingu

Ellilífeyrir

Mánaðarlegur ellilífeyrir er greiddur frá 70 ára aldri til æviloka. Hafi sjóðfélagi valið útgreiðsluleið II, III eða IV hefjast greiðslur úr samtryggingu þó ekki fyrr en greiðslum úr bundinni séreign lýkur. Greiðslur úr frjálsri séreign hefjast í fyrsta lagi við 60 ára aldur. | Nánar

Örorkulífeyrir

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er frjáls séreign laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. | Nánar

Makalífeyrir

Makalífeyrir veitir eftirlifandi maka mikilvæga vernd við fráfall sjóðfélaga. Fullur makalífeyrir er 50% af áunnum ellilífeyrisréttindum sjóðfélaga við andlát. | Nánar

Barnalífeyrir

Barnalífeyrir veitir börnum sjóðfélaga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs ef sjóðfélagi verður öryrki eða fellur frá. | Nánar


Útgreiðsla frjálsrar séreignar

Sömu reglur gilda um útgreiðslu frjálsrar séreignar, sem er hluti af lögbundna lífeyrissparnaðinum, og útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar.

Útgreiðsla vegna aldurs

Frjáls séreign er laus til útborgunar í eingreiðslu frá 60 ára aldri. | Nánar

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er séreign laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Útgreiðslan dreifist yfir lengri tíma ef örorkan er minni. | Nánar

Útgreiðsla vegna fráfalls

Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu við fráfall eftir reglum erfðalaga. | Nánar

* Frá 15. maí 2003 hafa sjóðfélagar eingöngu getað valið milli leiða I og III við inngöngu í sjóðinn. Þeir sjóðfélagar sem völdu leið II eða IV, fyrir 15. maí 2003, hafa samt getað greitt til sjóðsins samkvæmt þeim leiðum.