Umsýsluþóknun

Umsýsluþóknun Íslenska lífeyrissjóðsins til Landsbankans er 0,28% af hreinni eign, reiknað daglega inn í gengi sjóðsins.

Því til viðbótar reiknast árangurstengd þóknun ef ávöxtun eigna sjóðsins fer umfram þær viðmiðunarvísitölur sem fjárfestingarstefna sjóðsins tekur mið af.

Árangurstengd þóknun er 8 - 20% af ávöxtun umfram viðmið sjóðsins. Árangurstengd þóknun getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur 0,15% af meðalstöðu verðbréfaeignar yfir árið.

Viðmiðunarvísitölur
Innlend skuldabréf með ábyrgð ríkis Skuldabréfavísitala NASDAQ OMXI, NOMXIBB
Önnur innlend skuldabréf GAMMA CBI Index
Innlend hlutabréf og innlendar framtaksfjárfestingar OMXI All Share Price Index
Erlend hlutabréf og erlendar framtaksfjárfestingar MSCI All Country World Index
Erlend skuldabréf Bloomberg Barclays Global Aggregate TR Index

Árangurstengd þóknun reiknast af jákvæðri jafnt sem neikvæðri ávöxtun.

Hversu líklegt er að árangur umfram viðmið náist?

Markmið sjóðstjóra er að gera betur en viðmiðunarvísitölur og tryggja þannig hag sjóðfélaga á hverjum tíma.

Til þess að Landsbankinn fái aukna umsýsluþóknun í formi árangurstengdrar umsýsluþóknunar þarf ávöxtun að vera betri en meðaltalsbreyting á þeim mörkuðum sem hann er að fjárfesta á. Auk þess þarf sjóðstjóri að vinna upp þann viðskiptakostnað sem leggst til við eignastýringu sjóðsins.