Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjölbreytta valkosti í lífeyrissparnaði sem henta ólíkum markmiðum viðskiptavina. Öllum launþegum ber að greiða í lífeyrissjóð sem er grunnurinn að lífinu eftir starfslok. Viðbótarlífeyrissparnaður er valfrjáls og tryggir lífsgæði og eykur fjárhagslegt sjálfstæði á efri árum.
Skilagreinar þurfa að fylgja með skilum á lífeyrisiðgjöldum svo skráning greiðslu fari á réttan mánuð og launþega.
Sjálfstæðir atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur geta óskað eftir sjálfvirkum skilagreinum með því að senda upplýsingar á lifskil@landsbankinn.is eða í síma 410 7910.
Hægt er að velja um mánaðarlegar beingreiðslur, fá kröfu í netbanka eða millifæra á reikning sjóðsins.
Kennitala: 430990-2179
Bankareikningur: 111-26-515255
Númer lífeyrissjóðs:
Ef iðgjald er ekki greitt fyrir eindaga leggjast á það dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Ríkisskattstjóri sendir árlega upplýsingar yfir vangoldin iðgjöld vegna síðastliðins árs til lífeyrissjóða sem ber að innheimta vangoldin lögbundin lífeyrisgjöld ásamt og áföllnum vöxtum.