Lífeyrissjóður

Lífeyrissparnaður er ein mikilvægasta eign okkar. Með lögbundnum lífeyrissparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum ávinnur þú þér ævilangan lífeyri og lífeyrissparnað í formi frjálsrar séreignar, bundinnar séreignar og samtryggingar. Þú nýtur einnig réttar til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.

Sjóðfélagavefur

  • Sækja um lífeyrissparnað
  • Breyta samningum
  • Sækja um útgreiðslu
  • Skoða yfirlit

Fara á sjóðfélagavef


Hvað er lögbundinn lífeyrissparnaður?

Lögbundinn lífeyrissparnaður tryggir þér allt að 56% af meðallaunum þegar kemur að töku lífeyris. Lögbundinn lífeyrissparnaður nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum einstaklings og skiptist þannig að launagreiðandi greiðir 8% á móti 4% framlagi launþegans.

Spurt og svarað um lögbundinn lífeyrissparnað

Lögbundinn lífeyrissparnaður veitir:

  • Lífeyri í formi frjálsrar séreignar, laus til útgreiðslu við 60 ára aldur
  • Ellilífeyri frá 70 ára aldri til æviloka
  • Örorkulífeyri
  • Makalífeyri við fráfall sjóðfélaga
  • Barnalífeyri við örorku eða fráfall sjóðfélaga

Hverjir geta greitt til Íslenska lífeyrissjóðsins?

Þeir sem ekki eru bundnir af ákvæðum kjarasamninga eða laga er frjálst að greiða lögbundinn lífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins. Öllum er heimilt að greiða viðbótarlífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins.

Skipting lögbundins lífeyrissparnaðar

Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum skiptist lögbundinn lífeyrissparnaður í samtryggingu, bundna séreign og frjálsa séreign.

Frjáls séreign

Frjáls séreign getur myndast vegna viðbótarlífeyrissparnaðar eða lögbundins lífeyrissparnaðar. Allt framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar er fært inn sem frjáls séreign. Hluti af lögbundna iðgjaldinu er einnig fært inn sem frjáls séreign og er það breytilegt eftir útgreiðsluleiðum hversu hátt hlutfallið er. Frjáls séreign er laus til eingreiðslu við 60 ára aldurinn.

Bundin séreign

Bundin séreign tilheyrir eingöngu rétthafa og er erfanleg. Hún er laus til mánaðarlegrar útgreiðslu frá 70 ára aldri.

Samtrygging

Samtrygging er sá hluti framlags þíns sem fer í sameignardeild lífeyrissjóðsins. Hún erfist ekki og ekki er hægt að flytja hana milli lífeyrissjóða. Samtrygging tryggir þér ævilangan ellilífeyri sem og maka-, örorku- og barnalífeyri. Hversu hátt hlutfall greitt er til samtryggingar fer eftir valinni útgreiðsluleið.


Ráðstöfun iðgjalds - hvaða leið hentar þér?*

Viltu ráðstafa þínum lífeyrissparnaði sem mest sjálf/ur? Eða viltu tryggja að sem mest af séreign þinni erfist? Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum getur þú valið um tvær útgreiðsluleiðir. Munurinn felst í skiptingu milli samtryggingar, bundinnar séreignar og frjálsrar séreignar.

Blönduð leið - Leið I

Ráðstöfun lögbundins lífeyrissparnaðar

Hentar þér ef þú vilt eiga möguleika á að njóta sparnaðarins snemma og ráðstafa honum sem mest sjálf/ur. Frjáls séreign erfist, en samtryggingin erfist ekki.

Sjá nánar um Blandaða leið (Leið I)

Séreignarleið - Leið III

Ráðstöfun lögbundins lífeyrissparnaðar

Hentar þér ef þú vilt leggja áherslu á að sem mest af séreign þinni erfist. Frjáls séreign og bundin séreign erfast, en samtryggingin erfist ekki.

Sjá nánar um Séreignarleið (Leið III)


Þú velur þína ávöxtunarleið

Séreign: Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar ávöxtunarleiðir fyrir séreignarhluta lögbundins lífeyrissparnaðar (frjáls og bundin séreign): Líf I, Líf II, Líf III og Líf IV. Flestir kjósa að fylgja Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins þar sem þeir færast sjálfkrafa á milli ávöxtunarleiða eftir aldri.

Samtrygging: Samtryggingarhluti lögbundins lífeyrissparnaðar fylgir sambærilegri ávöxtunarleið og Líf II.

* Frá 15. maí 2003 hafa sjóðfélagar eingöngu getað valið milli leiða I og III við inngöngu í sjóðinn. Þeir sjóðfélagar sem völdu leið II eða IV, fyrir 15. maí 2003, hafa samt getað greitt til sjóðsins samkvæmt þeim leiðum.