Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað. Að auki hefur í flestum kjarasamningum verið samið um að launagreiðendur greiði allt að 2% mótframlag gegn 2% eða 4% framlagi launþega.
Almennt tryggir lögbundinn lífeyrissparnaður aðeins um helming af meðallaunum yfir starfsævina. Þar við bætist að meðallaun eru gjarnan nokkuð lægri en lokalaun og því getur tekjuskerðing orðið veruleg við starfslok.
Viðbótarlífeyrissparnaður hefur fjölmarga kosti. Sá helsti er þó líklega mótframlagið þitt sem þýðir að þú færð greitt fyrir að spara. Þú getur lagt allt að 4% af launum þínum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðendur greiða að jafnaði allt að 2% í viðbótarframlag.
Líf I - 16-44 ára
Líf II - 45-54 ára
Líf III - 55 til 64 ára
Líf IV - 65 ára og eldri
Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar ólíkar ávöxtunarleiðir fyrir viðbótarlífeyrissparnað. Hver þeirra er hugsuð fyrir ákveðið æviskeið sjóðfélaga.
Velji sjóðfélagar að fylgja Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins færast þeir sjálfkrafa í áhættuminni ávöxtunarleið eftir því sem þeir eldast.